Fréttir

Kvarssandur frá PCC gæti orðið að varnargörðum við náttúruvá

Verkefnið Sterk steypa vann fyrstu verðlaun í áskorun PCC Bakki Silicon, á Krubbi-hugmyndahraðhlaupi sem haldið var á STÉTTINNI á Húsavík í mars

Lesa meira

Norðurorka - Leit að leka í hitaveitu með drónum

Dagana  7.-11. maí munu starfsmenn frá umhverfisverkfræðistofunni ReSource International gera lekaleit á hitaveitu fyrir hönd Norðurorku.

Að þessu sinni yfir Eikar- og Daggarlundi á Akureyri, í Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshverfi, Kristnes og austan frá Kaupangi fram að Stóra Hamri) og á Svalbarðseyri.  

Lesa meira

Ferðafélag Akureyrar og Stóri-plokkdagurinn - Félagsmenn tóku til hendinni að venju

„Okkur finnst minna um rusl núna en undanfarin tvö ár, sem ef til vill er vegna þess að svæðið er hreinsað skipulega á hverju ári,“ segir Þorgerður Sigurðardóttir formaður Ferðafélags Akureyri. Stóri-plokkdagurinn var haldinn um liðna helgi og tóku félagsmenn FFA til hendinni að venju

Lesa meira

Kveðjutónleikar og útgáfuhóf í Sögulokum Hrundar Hlöðversdóttur

Sögulok er yfirskrift viðburðar sem Hrund Hlöðversdóttir efnir til í félagsheimilinu Laugarborg í Eyjafjarðarsveit á laugardaginn, 4. maí. Þar kveður hún sveitunga sína, en Hrund hefur búið í Eyjafjarðarsveit undanfarin 16 ár, þar af var hún skólastjóri Hrafnagilsskóla um 12 ára skeið ár. Sögulokin eru jafnframt útgáfuhóf því um þessar mundir kemur út þriðja og síðasta bók Hrundar í þríleik hennar um Svandísi og félaga hennar.  Sú heitir ÓLGA, kynjaslangan.

Lesa meira

Fiðringur í HOFI þriðja sinn 8. maí n.k.

Fiðringur á Norðurlandi verður haldinn í HOFI þriðja sinn þann 8. maí kl 20. Skrekkur í Reykjavík og Sjálftinn á Suðurlandi eru fyrirmyndir Fiðrings sem er dýrmætur vettvangur fyrir unglingana á Norðurlandi eystra til að láta rödd sína heyrast.

Lesa meira

Listasafnið á Akureyri: Nemendasýningar opnaðar á laugardaginn

Laugardaginn 4. maí kl. 15 verða tvær sýningar opnaðar í Listasafninu á Akureyri: Nemendasýning Myndlistaskólans á Akureyri, Sjónmennt 2024, og útskriftarsýning nemenda listnáms- og hönnunarbrautar VMA, Bragðarefur.

Lesa meira

Nýr sviðsstjóri Netöryggismiðstöðvar Íslands

Skúli Bragi Geirdal, sérfræðingur í miðlalæsi hjá Fjölmiðlanefnd er nýr sviðsstjóri SAFT - Netöryggismiðstöðvar Íslands (Safer Internet Center á Íslandi).

Lesa meira

Ólöf Ása Benediktsdóttir ráðin skólastjóri Hrafnagilsskóla

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar hefur ákveðið að ráða Ólöfu Ásu Benediktsdóttur í stöðu skólastjóra Hrafnagilsskóla og mun hún taka formlega við stöðunni þann 1. ágúst 2024. Ólöf Ása hefur starfað við Hrafnagilsskóla frá því árið 2005, lengst af sem umsjónarkennari en veturinn 2016-2017 leysti hún af sem aðstoðarskólastjóri

Lesa meira

Afkoma Kjarnafæðis Norðlenska í samræmi við væntingar

Afkoma Kjarnafæðis Norðlenska hf. fyrir árið 2023 var í samræmi við áætlanir þrátt fyrir krefjandi ytri aðstæður á árinu. Fjármagnskostnaður var samstæðunni íþyngjandi í því háa vaxtaumhverfi sem einkenndi árið 2023 en aðhald í rekstri og hagræðingaraðgerðir vegna samruna Kjarnafæðis og Norðlenska hafa á sama tíma skilað verulegum rekstrarbata.

Lesa meira

Akureyri - Hængsmenn eru höfðingjar

Lionsklúbburinn Hængur heldur sitt árlega Hængsmót í 42 skiptið um komandi helgi, 3 til 5 maí. Á mótinu keppa um 200 keppendur í Boccia og lýkur mótinu með veglegu lokahófi og balli.

Lesa meira