Nýr sviðsstjóri Netöryggismiðstöðvar Íslands

Skúli B Geirdal
Skúli B Geirdal

Skúli Bragi Geirdal, sérfræðingur í miðlalæsi hjá Fjölmiðlanefnd er nýr sviðsstjóri SAFT - Netöryggismiðstöðvar Íslands (Safer Internet Center á Íslandi).

Skúli er fjölmiðlafræðingur að mennt , ásamt því að hafa stundað nám í grafískri hönnun við Myndlistarskólann á Akureyri. Síðastliðin þrjú ár hefur hann verið verkefnastjóri miðlalæsis hjá Fjölmiðlanefnd og leitt þar mörg verkefni á sviði upplýsinga- og miðlalæsis.

Einnig hefur hann starfað sem stundakennari í fjölmiðlafræði við Háskólann á Akureyri frá árinu 2021.

Áður starfaði Skúli við dagskrárgerð og ritstjórn hjá N4 frá árinu 2018 og kom þar að gerð um 400 sjónvarpsþátta. Þá hefur hann einnig starfað sjálfstætt við hönnun og komið að nýsköpunar- og frumkvöðlastarfi á ýmsum sviðum.


Athugasemdir

Nýjast