Kynning - Dagar stækka við sig á Norðurlandi

Höfuðstöðvar Daga á Furuvöllum 7    Myndir aðsendar
Höfuðstöðvar Daga á Furuvöllum 7 Myndir aðsendar

Fyrirtækið Dagar, sem sérhæfir sig í ræstingum, fasteignaumsjón og vinnustaðalausnum, flutti nýverið í stærra húsnæði að Furuvöllum 7. Dag­ar eru fram­sækið en rót­gróið fyr­ir­tæki þar sem starfa tæp­lega 800 manns og starfsstöðvar eru á þremur stöðum á landinu; í Garðabæ, á Selfossi og á Akureyri.

Stefna Daga er að skapa framúrskarandi umhverfi fyrir fyrirtæki framtíðarinnar. Húsnæðið var standsett sérstaklega fyrir Daga þar sem rýmra er nú um alla starfsemi og afkastageta hefur aukist til muna.

„Nýja húsnæðið tekur afar vel utan okkur starfsfólkið og starfsemina, bæði skrifstofuna og þvottahúsið. Hér líður okkur mjög vel á besta stað í bænum,” segir Sigurður Óli Sveinsson, þjónustustjóri á fasteignaumsjónarsviði Daga. Sigurður Óli hefur starfað hjá Dögum á Akureyri í tíu ár.

Eitt stærsta verkefni Daga á Akureyri er rekstur á Borgum við Norðurslóð. Þar er fjölbreytt starfsemi, bæði skrifstofu- og kennsluhúsnæði auk þess sem ýmis fyrirtæki leigja þar aðstöðu.

Sigurður Óli Sveinsson þjónustustjóri 

Kallað í okkur ef eitthvað kemur upp 

„Við sjáum alfarið um daglegan rekstur á fasteigninni og má þar nefna húsvörslu, öryggismál í húsinu, umsjón brunavarna, fyrirbyggjandi viðhald, viðburðahald, tæknimál, sorphald, aðstoð við græna bókhaldið, gluggaþvott og ræstingar. Ef eitthvað kemur upp er kallað í okkur og við svörum því kalli hratt og örugglega,” segir Sigurður Óli.

Kostir þess að vera með fasteignaumsjón á einum stað séu margir.

„Starfsemin er mjög fjölbreytt í Borgum þar sem þetta er rannsóknar- og nýsköpunarhús og  þjónustan á að vera þannig að þau sem eru með aðstöðu hér geti einfaldlega komið hingað, sinnt sinni vinnu og farið heim. Við sjáum um fasteignaumsjónina og öllu sem henni fylgir. Það eru ótal tækifæri í fasteignaumsjón á Norðurlandi og við viljum vera þar fremst í flokki”.


Athugasemdir

Nýjast