Undirbúningur fyrir hátíðarhöld sjómannadagsins á Akureyri hafinn.

Hluti þeirra sem standa að undirbúningi fyrir sjómannadaginn á fundarstað  í morgun   Mynd aðsend
Hluti þeirra sem standa að undirbúningi fyrir sjómannadaginn á fundarstað í morgun Mynd aðsend

Sjómannadagurinn var endurvakinn á Akureyri í fyrra og tókst vel til, svo vel að undirbúningur er hafinn fyrir hátíðarhöld á komandi sjómannadag fyrstu helgina i júni.

Það eru trillurkarlar og eldri sjómenn undir forustu Sigfúsar Ólafs Helgasonar sem standa að hátíðarhöldunum.

,,Við ætlum að endurtaka leikinn frá í fyrra og bæta heldur í.  Almenn ánægja var með hátíðarhöldin fyrir ári og ljóst að almenningur vill halda  heiðri sjómanna á lofti á þessum degi. 

Í ár stefnum að þeirri nýjung  í samstarfi við Hollvini Húna í tengslum við hátíðarhöldin að bjóða upp á minningarsiglingu með Húna og minnast látinna og horfinn sjómanna. Aðstandendum boðið að leggja blóm í sjóinn og prestur verður með hugvekju. 

Trillurkarlar í Sandgerðisbót bjóða í heimsókn, sjómannalög munu óma og ljósmyndasýningar verða ásamt því sem eitthvað gómsætt verður á boðstólum, sjómenn verða heiðraðir"  sagði Sigfús ennfremur.  

,,Siglingaklúbburinn Nökkvi kemur á hátíarhöldunum  svo verður hópsigling á sunnudeginum og bæjarbúum boðið í siglingu með Húna í boði Sjómannafélags Eyjafjarðar” bætti Sigfús við.  Sjómannamessa verður í Akureyrarkirkju og blómsveigur verður lagður  að minnismerki um sjómenn.


Athugasemdir

Nýjast