Fréttir

Drekinn

Eftir að hafa haft forgöngu um smíði líkana af skuttogurum ÚA fannst Sigfúsi Ólafi Helgasyni ljóst að í togarasafnið vantaði síðutogara.   Eftir að hafa ráðfært sig við hóp manna varð það úr að nú skal stefnt að smíði líkans af síðutogaranum Harðbak 3 eða Drekanum  eins og togarinn var oft nefndur, náist til þess nægjanlegt fé 

Lesa meira

Fjöruböð í uppbyggingu á Hauganesi

Pottarnir í fjörunni á Hauganesi hafa notið mikilla vinsælda síðan þeim var komið fyrir. Nú eru áform um að bæta svæðið og byggja upp betri aðstöðu með góðri þjónustu sem sárlega hefur vantað.

Lesa meira

Búum til börn

Lög um fæðingarorlof tryggja foreldrum rétt til þess að hlúa að nýfæddu barni sínu, í dag lítur fólk á þennan rétt sem sjálfsagðan hlut en hann hefur svo sannarlega ekki alltaf verið það. Fyrir þessum rétti hefur verið barist og þar hefur Framsókn staðið vaktina í gegnum tíðina og tryggt réttindi fyrir foreldra og börn þeirra. Páll Pétursson kom með frumvarp um fæðingar- og foreldraorlof árið 2000 og Ásmundur Einar Daðason fylgdi því eftir með frumvarpi að nýjum heildarlögum um fæðingarorlof árið 2020.

Lesa meira

Staða skólasálfræðings við VMA lögð niður næsta haust

Staða skólasálfræðings við Verkmenntaskólann á Akureyri verður lögð niður frá og með næsta hausti. Sálfræðingur tók fyrst til starfa við VMA haustið 2012, fyrst í 50% stöðugildi í tilraunaskyni en síðan í auknu starfshlutfalli eða 75%. Eftirspurn eftir þjónustu sálfræðings er mikil, en hlutverk hans er að veita nemendum ráðgjöf, fræðslu og bjóða þeim sem á þurfa að halda upp á einstaklingsviðtöl. Oft hefur fallið í hlut sálfræðings að frumgreina vanda nemenda og meta þörf á meðferðarúrræði.

Lesa meira

,,Dáleiðsla frábær leið til að vinna úr áföllum"

„Ég hef alltaf haft áhuga á andlegum málum, trúað á eitthvað meira en vísindin og bæði fundið, séð og heyrt í gegnum ævina. Það er samt  ekki fyrr en núna undanfarna mánuði sem þetta er að banka meira á dyrnar hjá mér enda hefur þetta verið töluvert feimnismál og nóg af fordómum bæði í kringum mig og hið innra með sjálfri mér. Þetta finnst mér þó vera að breytast eða kannski er það bara það að ég er farin að umgangast fleira fólk sem er á þessari sömu línu,“ segir Hulda Ólafsdóttir sem ásamt fleirum stendur fyrir Dáleiðsludeginum í Hofi á Akureyri næstkomandi laugardag, 11. maí frá kl. 13 til 17.

Lesa meira

Nöfn fólksins sem létust í umferðarslysi í Eyjafirði

Fólkið sem lést í um­ferðarslys­inu á Eyja­fjarðarbraut eystri skammt norðan við Lauga­land þann 24. apríl hét Ein­ar Viggó Viggós­son, fædd­ur 1995, og Eva Björg Hall­dórs­dótt­ir, fædd 2001.

Þau voru bú­sett á Ak­ur­eyri.

Lesa meira

Vegagerðin setur upp sterkara vegrið ofan við Þelamerkurskóla

Vegagerðin stefnir að því að skipta út núverandi vegriði ofan við Þelamerkurskóla fyrir sterkara vegrið með öryggisendum að sögn Rúnu Ásmundsdóttur deildarstjóra hjá Vegagerðinni á Akureyri. Öryggisendar eru eftirgefanlegar einingar sem settar eru á enda vegriða í stað þess að leiða þau ofan í jörð

Lesa meira

Niðurstaða hönnunarútboðs vegna stækkunar á SAk

Nýr Landspítali (NLSH) hefur birt niðurstöðu í hönnunarútboði I2081 vegna nýs húsnæðis fyrir legudeild Sjúkrahússins á Akureyri (SAk). Hanna á nýbyggingu fyrir legudeildir í skurð- og lyflækningadeild og dag-, göngu- og legudeild fyrir geðdeild við núverandi húsnæði Sak. Gert er ráð fyrir að um 9.200 m2 nýbygging verði staðsett sunnan við núverandi byggingar og tengd eldra húsnæði.

Lesa meira

Þrír dæmi­gerðir dagar skemmti­ferða­skipafar­þega í júlí

Sú jákvæða þróun hefur átt sér stað undanfarin misseri að fjölgun hefur orðið á ferðum skemmtiferðaskipa hingað til lands. Frá sjónarhóli efnahagslífs, mannlífs og náttúru þetta afar jákvæð þróun, þá ekki aðeins vegna þess að skipin bæta mikilvægri gátt við samgönguleiðir til Íslands, heldur einnig vegna þess að engum hluta ferðaþjónustu er eins vel stýrt m.t.t. álags á innviði, náttúru og menningu.

Lesa meira

Hraðamælingar og þau nelgdu.

 

Lögreglan á Norðurlandi eystra hvetur þá sem ökumenn sem eiga það eftir, að huga að dekkjaskiptum, að skipta út nagladekkjunum sem fyrst! ❌❌

Í ljósi veðurspár næstu daga er algjör óþarfi að vera á nagladekkjum núna. Við höfum skilning á því að það er háannatími hjá dekkjaverkstæðum á svæðinu um þessar mundir, en ítrekum þó hér með að ökumenn beri ábyrgð á því hvernig bifreið sem þeir aka sé útbúin 

Með hækkandi sól hefur talsvert borið á hraðakstri á svæðinu og því vill lögreglan beina þeim tilmælum til ökumanna að þeir flýti sér hægt. Nú er mikið af nýjum vegfarendum í umferðinni, m.a. á reiðhjólum og bifhjólum, og því afar mikilvægt að sýna aðgæslu. Sérstaklega er viðbúið að reiðhjólamenn verði áberandi í umdæminu næstu vikurnarnar og mánuði. Sem fyrr er nauðsynlegt að allir í umferðinni sýni tillitssemi því þá gengur allt betur og öruggar fyrir sig.

Þá upplýsist það einnig hér með að lögreglumenn hjá embættinu munu næstu daga, sem og í allt sumar, halda uppi öflugu hraðaeftirliti hvort sem það er innanbæjar eða utan þéttbýlis. 🚨🚔

Góða helgi ☀️

Lesa meira