Pistlar

Hugsum Ísland upp á nýtt (Smá langloka en þörf)

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson birtir á Facebook vegg sínum eftirfarandi hugleiðingar.  Hann gaf góðfúslegt leyfi fyrir birtingu á vef Vikublaðsins. 

Lesa meira

Nýr þáttur í hlaðvarpi Heilsu- og sálfræðiþjónustunnar

Nýr þáttur í hlaðvarpi  Heilsu- og sál.  um efni sem snertir  ansi mörg okkar.
Verkir eru algengt vandamál sem flestir glíma við einhvern tímann á lífsleiðinni en hvað eru verkir? Í nýjum þætti af heilsaogsal.is - hlaðvarp ræðir Haukur Svansson, ráðgjafi og læknanemi, um ýmislegt í tengslum við verki, mismunandi flokka verkja, hvaða þætti þarf að hafa í huga þegar verið er að skoða hugtakið ,,verki” og margt fleira.
Þá fjallar hann einnig um hvar hægt er að leita sér aðstoðar við verkjum. Við hvetjum alla til að hlusta á þáttinn og velta fyrir sér hvernig við skilgreinum og upplifum verk og hvaða merkingu við leggjum í hugtakið.

 

 

Lesa meira

Stelluathöfn á Dvalarheimilinu Hlíð

Stelluathöfn á Dvalarheimilinu Hlíð föstudaginn 19 janúar 2024.

Ágætu íbúar og starfsfólk Hlíðar.

Það er einkar ánægjulegt að fá þessa stund hér með ykkur og við, hópur sem köllumst fyrrum sjómenn Útgerðarfélags Akureyringa  erum hingað komnir nokkrir og komum hér með skip, já skip sem við sennilega öll sem hér erum þekkjum. Þetta skip sem er líkan er nefnilega eins og flest okkar hluti af sögu Akureyrar og þetta skip sem við köllum „Stellurnar“ voru og eru svo sannarlega stolt bæði ÚA og bæjarins okkar.

Lesa meira

Heilsu og sálfræðiþjónustan. - Fyrsti hlaðvarpsþáttur ársins er kominn í loftið

Í fyrsta þætti ársins af heilsaogsal.is - hlaðvarp fræðir Regína Ólafsdóttir, sérfræðingur í klínískri sálfræði, hlustendur um kvíða og við hverju má búast þegar einstaklingur fer í kvíðameðferð hjá sálfræðingi. Hún deilir einnig gagnlegum ráðum um hvernig hægt er að bregðast við þegar við upplifum kvíða í hversdagsleikanum.

 https://open.spotify.com/episode/1pVmLGFdzaHvhvg9MgY5V0?si=0c4a15953a67409e

 

Lesa meira

Um 2000 manns sóttu fjölbreytt helgihald jóla og aðventu í Akureyrar- og Laugalandsprestakalli

Í kringum 1500 manns komu í Akureyrarkirkju, um 400 sóttu þjónustu í kirkjunum frammí firði og aðrir á viðburðum hér og þar á svæðinu. Samtals sóttu 5336 viðburði, þjónustu og starf í prestakallinu í desember þannig að næg voru verkefnin hjá prestum og starfsfólki Akureyrarkirkju.

Lesa meira

Áramótapistill Finnur Yngvi Kristinsson 05 01 ´24

Ég vakna að morgni, tölti út og anda að mér fersku lofi froststillunnar, dreg inn orkuna sem liggur yfir öllu og glitrar á hélaðri jörð Eyjafjarðarsveitar.

Samfélagið hér býr yfir miklum krafti sem hefur í gegnum aldirnar byggst upp og mótast af frumkvöðlum bændastéttarinnar. Við sem hér búum í dag njótum góðs af ósérhlífinni vinnu fyrri kynslóða sem lagt hafa mikið af mörkum við að byggja upp sín heimili, sín bú og sína atvinnustarfsemi. Frjósöm jörðin hefur skapað eina allra gjöfulustu sveit landsins, þar sem umtalsvert magn allrar mjólkur í landinu er framleidd.  Hér er líka ræktað korn, kartöflur og grænmeti, alin svín, naut, íslenskt sauðfé og veiddur fiskur. Hér er framleiddur ís og hér eru framleiddar sultur og egg, svo fátt eitt sé nefnt. Við getum verið stolt af því ríka hlutverki sem samfélagið gegnir í fæðuöryggi þjóðarinnar og sjálfbærni Íslands þegar að matvælum kemur.

Lesa meira

Við áramót - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

Vefurinn setti sig i samband við þá flokka sem eiga þingmenn i kjördæminu og bauð oddvitum þeirra að sem skrifa pistil til lesenda  við áramót. Eins og vera ber og til að gæta alls hlutleysis var dregið um röð flokka í sambandi við birtingu pistla. 

Það er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins sem á lokaorðin.

Lesa meira

Við áramót Logi Már Einarsson

Vefurinn setti sig i samband við þá flokka sem eiga þingmenn i kjördæminu og bauð oddvitum þeirra að sem skrifa pistil til lesenda  við áramót. Eins og vera ber og til að gæta alls hlutleysis var dregið um röð flokka í sambandi við birtingu pistla. 

Það er Logi Már Einarsson Samfylkingu sem er næstur með sinn pistil.

Lesa meira

Um áramót - Ingibjörg Isaksen skrifar

Vefurinn setti sig i samband við þá flokka sem eiga þingmenn i kjördæminu og bauð oddvitum þeirra að sem skrifa pistil til lesenda  við áramót. Eins og vera ber og til að gæta alls hlutleysis var dregið um röð flokka í sambandi við birtingu pistla. 

Það er Ingibjörg Isaksen Framsóknarflokki sem hefur ,,orðið"

Lesa meira

Um áramót Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar

Vefurinn setti sig i samband við þá flokka sem eiga þingmenn i kjördæminu og bauð oddvitum þeirra að sem skrifa pistil til lesenda  við áramót.

Eins og vera ber og til að gæta alls hlutleysis var dregið um röð flokka í sambandi við birtingu pistla.  Númer tvö er Bjarkey Ólsen Gunnarsdóttir Vinstri grænum

Lesa meira