Áhrif Guðjóns Samúelssonar á bæjarmynd Akureyrar

Guðjón Samúelsson húsameistari ríkisins og áhrif hans á bæjarmynd og skipulag Akureyrar, er yfirskrift dagskrár vorþings Akureyrarakademíunnar, sem verður endurtekin í Brekkuskóla fimmtudaginn 26. apríl kl. 16.15. Það eru Fasteignir Akureyrarbæjar sem bjóða áhugasömum að fræðast um verk Guðjóns á Akureyri. Formaður stjórnar FA, Oddur Helgi Halldórsson flytur ávarp. Pétur H. Ármannsson arkitekt flytur erindið Húsameistarinn og höfuðstaðurinn  sem fjallar um Guðjón Samúelsson og verk hans á Akureyri. Söngkonurnar Kristín Sigtryggsdóttir og Rósa María Stefánsdóttir kveða stemmur og Árni Ólafsson arkitekt flytur erindið Guðjón bak við tjöldin. Umræður að erindum loknum. Allir eru velkomnir en skráning er á netfangið  kristins@akureyri.is