Pistlar

Við eigum að berjast fyrir því að krakkarnir okkar hafi áfram val.

Nærri aldarfjórðungs starf með ungu fólki hefur kennt mér að unga kynslóðin hefur rödd og skoðanir sem vert er að hlusta á. Þessi afstaða Hugins kemur ekki á óvart en það gleður kennarahjartað að finna eldmóðinn sem býr að baki þessari yfirlýsingu.

Lesa meira

Það eru margar hliðar á einum leikskóla, ekki satt?

Gunnar Már Gunnarsson skrifar um leikskólamál

Lesa meira

Ályktun stjórnar og trúnaðarráðs Framsýnar vegna vaxtahækkana og afkomukreppu

Stjórn og trúnaðarráð Framsýnar kom saman til fundar síðdegis í gær. Meðal þess sem var til umræðu á fundinum voru endalausar stýrivaxtahækkanir Seðlabanka Íslands.  Ljóst er að hækkanirnar hitta ekki síst láglaunafólk illa fyrir. Mikil reiði kom fram á fundinum með stöðu mála. Eftir kröftugar umræður samþykkti fundurinn samhljóða að senda frá sér svohljóðandi ályktun þar sem stýrivaxtahækkunum Seðlabankans og getuleysi stjórnvalda er mótmælt harðlega:

Lesa meira

Þankar gamals Eyrarpúka

Sannarlega gerði ykkar einlægur sér ekki fulla grein fyrir mikilvægi dagsins þegar ég, tæplega eins árs, var í fylgd foreldra minna á Ráðhústorgi Akureyrar þann 17. júní árið 1944. Þar var saman kominn múgur manns í sínu fínasta pússi og allir virtust glaðir og kátir.  Íslenski fáninn blakti á mörgum stöngum í sunnan golunni, lúðrasveit spilaði af öllum lífs og sálar kröftum og karlakórar sungu ættjarðarsöngva.  

Lesa meira

Loft­brú – já­kvæðar fjár­festingar í þágu barna

Við Íslendingar leggjum mikla áherslu á öflugt íþróttastarf. Það stuðlar að aukinni heilsu, öflugum forvörnum auk þess sem það eflir félagslegan þroska, og er börnum og ungmennum sérstaklega jákvæð reynsla. Nær öll ungmenni hér á landi stunda einhverja íþrótt og sum jafnvel fleiri en eina. Við sjáum þau jákvæðu áhrif sem virk þátttaka í skipulögðu íþróttastarfi hefur á börnin okkar, áhrif sem fylgja þeim út í lífið.

Lesa meira

Ingibjörg Ósk VíkingsdóttirFjölbreytni í starfi þroskaþjálfa

Allir ættu að eiga rétt til fullrar þátttöku í samfélaginu óháð sérþörfum eða skerðingu. Þroskaþjálfar starfa með einstaklingum á öllum aldri sem búa við einhverskonar skerðingu og veita þeir bæði faglega og persónulega þjónustu. Starf þroskaþjálfa felst m.a. í að vera ráðgefandi sérfræðingar í að móta og innleiða nýjungar í þeirri þjónustu sem þeir veita. Einnig eru réttindabarátta og réttindagæsla stór þáttur í starfi þeirra þar sem leitað er leiða til að ryðja burt hindrunum, stuðla að jöfnum tækifærum og bættum lífsgæðum.  

Lesa meira

Varðandi umferð bifreiða um Austursíðu.

Síðan ég keypti í Frostagötu árið 2020 og opnaði minn atvinnurekstur hef ég orðið var við mikla aukningu á umferð bifreiða um Austursíðu.

Frá opnun  Norðurtorgs og sérstaklega eftir að Bónus opnaði þar þá fara margir íbúar í Síðuhverfinu gangandi á  Norðurtorg.  Þeir þurfa allir að þvera Austursiðuna þar sem malbikuð gangstétt er austan megin í götunni en Síðuhverfið er vestan megin við Austursiðuna.

Lesa meira

Er Ísland þriðja heims ríki?

Ágústa Ágústsdóttir skrifar

Lesa meira

Hvað þurfa margir að missa rödd?

„Fær martraðir um að missa röddina“ var fyrirsögn að viðtali við söngkonuna Klöru Elíasdóttir. Það er í raun sorglegt at lesa þetta vegna þess að þetta ber vitni um almennt þekkingarleysi á rödd. Sé ekki um sjúkdóma að ræða, á röddin ekki að gefa sig ef þekking er fyrir hendi.. Hins vegar vegna þess hve fólk veit almennt lítið um rödd veit það ekki hvað getur skemmt hana.

Lesa meira

Hólaskóli – Háskóli landsbyggðanna?

Gunnar Már Gunnarsson skrifar

Lesa meira