Fimmtudagur 8. október 2015 - 09:01

Mikill mismunur er á framlagi ríkisins til menningarstofnanna í Reykjavík og á Akureyri. Á undanförnum árum hafa framlög til stofnana ríkisins í Reykjavík s.s. Hörpu, Listasafns Íslands, Þjóðleikhússins og Sinfóníuhljómsveitar Íslands hækkað um hundruði milljóna króna á sama tíma og framlög ríkisins til sambærilegra stofnana á Akureyri hafa staðið í stað. Samkvæmt fjárlögum fyrir árið 2016 er ekki að sjá neina breytingu á þessu.

ak-kirkja011-16110
Akureyringar vilja aukið fé til menningarstofnana í bænum.

Forsíða