Laugardagur 28. febrúar 2015 - 09:01

Kammerkórinn Hymnodia hélt utan til Noregs í vikunni til samstarfs og tónleikahalds með tveimur norskum þjóðlagatónlistarmönnum, Steinari Strøm harðangursfiðluleikara og Haraldi Skullerud slagverksleikara. Haldnir verða þrennir tónleikar í ferðinni, í Ósló, Kongsberg og Eggedal. Í fréttatilkynningu segir að Ísland og Noregur eigi sér sameiginlegan menningararf sem birtist augljóslega í tungumálinu og ýmsum þjóðareinkennum.

hymnodia_-_ljosmynd_daniel_starrason-15676
Kór Hymnodiu. Mynd/Daníel Starrason

Forsíða