Föstudagur 28. nóvember 2014 - 17:04

Af heildaraukningu framlaga til háskólanna í landinu í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar samkvæmt breytingartillögu renna um 90% þeirra til Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík. Af rúmlega 600 milljónum til háskólanna fær HÍ tæpar 300 milljónir og HR tæpar 260 milljónir. Háskólinn á Akureyri, sem er þriðji stærsti háskóli landsins, fær hins vegar aðeins um tíu milljónir. Það sem eft­ir stend­ur dreif­ist á aðra há­skóla í land­inu.

haskolinn-11346-15465
Háskólinn á Akureyri.

Forsíða