Laugardagur 24. janúar 2015 - 16:47

Miðvikudaginn 28. janúar næstkomandi, boðar Akureyrarkaupstaður til íbúafundar í Grímsey, í samstarfi við Byggðastofnun og Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar. Markmið fundarins er að kalla eftir samtali íbúa, hagsmunaaðila og stofnana um stöðu og möguleika í sjávarútvegi og atvinnulífi í Grímsey. Fundurinn verður haldinn í Félagsheimilinu Múla og hefst kl. 16.30. Áætlað er að honum ljúki kl. 19.00.

grimsey-13167-15608
Frá Grímsey

Forsíða